• 1. Object
  • 2. Object

3° - SA 1.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Liðakeppni GO – lokasprettur að hefjast

Frá miðjum ágúst og fram að 3. september fara fram þrjú síðustu mótin í COLLAB innanfélagsmótaröð GO og því ljóst að spennan verður mikil og mikilvægt að mæta með sitt lið til leiks.

Fyrsta mótið er 16. ágúst þar sem leikið er TEXAS SCRAMBLE fyrirkomulag, næsta mót er 22. ágúst þar sem frestaða mótið frá í júní verður leikið og leikfyrirkomulag er Greensome og við klárum svo mótaröðina með lokamóti laugardaginn 3. september þar sem leikin verður foursome með snærisfyrirkomulagi þar sem keppendur fá snæri í samræmi við forgjöf og geta nýtt það á vellinum til að komast í holu eða út úr vandræðum. Glæsilegt lokahóf verður svo um kvöldið þann 3. september þar sem verðlaun verða veitt og við gerum okkur glaðan dag.

Við hvetjum liðin til að taka þátt í lokasprettinum og koma sínu liði þannig mögulega í vinningssæti þar sem 10. efstu liðin eru örugg með verðlaun og eflaust veitum við fleiri liðum verðlaun þar sem öruggt er að verðlaunaborðið mun svigna undan þunga….. Hér fyrir neðan er staðan eftir þrjár umferðir af 6.

< Fleiri fréttir