• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Margrét fór holu í höggi á fjórðu braut

Margrét Gunnlaugsdóttir úr Golfklúbbnum Oddi gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í fyrsta sinn á ferlinum á Urriðavelli í dag. Margrét sló draumahöggið á 4. braut og notaði til þess 5-tré af fremstu teigum.

 

„Þetta var glæsilegt högg. Boltinn lenti á flötinni, rúllaði svolítið og hvarf svo,“ segir Margrét sem hafði í fyrstu litla trú á því að hún hefði farið holu í höggi. Boltinn lá hins vegar í makindum í holunni þegar Margrét og Birna Ólafsdóttir, meðspilar Margrétar í dag, komu inn á flöt.

 

Margrét hefur verið félagi frá stofnun Golfklúbbsins Odds og segir að dagurinn í dag sé einn af hátindum golfferilsins. Golfklúbburinn Oddur óskar Margréti hjartanlega til hamingju með draumahöggið.

Margrét ásamt kylfingum í GO sem hafa einnig farið holu í höggi.

Margrét ásamt kylfingum í GO sem hafa einnig farið holu í höggi.

< Fleiri fréttir