• 1. Object
  • 2. Object

10.3° - SV 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Meistaramót GO – Barna og unglingaflokkar

Meistaramót GO 2024 í barna og unglingaflokkum verður haldið dagana 6. júlí – 9. júlí 2024, skráning er hafin og langar okkur að fjölmenna í mótið.
Hvetjum alla til að taka þessa daga frá og mæta í þetta skemmtilega innanfélagsmót þar sem allir ættu að finna hóp sem hæfir forgjöf og getu.

Barnaflokkur 10 ára og yngri (Spilað á Ljúflingi)
• Dags. 8.-9.júlí (mánudagur og þriðjudagur)
o Spilað verður 18 holu punktakeppni á Ljúfling
o Spilað verður 9 holur 8.júlí og 9 holur 9.júlí

Barnaflokkur 12 ára og yngri (Spilað á Ljúflingi) – Spilað verður í stúlkna og drengjaflokki.
• Dags. 8.-9.júlí (mánudagur og þriðjudagur)
o Spilað verður 36 holu höggleikur og aukaverðlaun fyrir flesta punkta í hvorum flokki
o Spilað verður 18 holur 8.júlí og 18 holur 9.júlí
Unglingaflokkur 13-15 ára (2x 18 holur á Urriðavelli) – Spilað verður í stúlkna og drengjaflokki.
• Dags. 6.-7.júlí
o Spilað verður 18 holu punktakeppni á dag
• Drengjaflokkur á teig 49
• Stúlknaflokkur á teig 46
Unglingaflokkur 16-18 ára (3x 18 holur á Urriðavelli) – Spilað verður í stúlkna og drengjaflokki.
• Dags. 6.-8.júlí
o Spilað verður 18 holu höggleikur á dag 6., 7. og 8.júlí
• Piltaflokkur á teig 54
• Stúlknaflokkur á teig 49
Þau börn og unglingar sem hafa forgjöf til er velkomið til að taka þátt í sínum forgjafaflokki.

Lokahóf Barna&Unglinga
Lokahóf barna og unglinga verður haldið þriðjudagskvöldið 9.júlí, tímasetning verður tilkynnt síðar.
Á lokahófinu fá allir keppendur í barna og unglingaflokki þátttökumedalíu ásamt því að allir í efstu þremur sætum í hverjum flokki fá verðlaun.
Þar verður boðið upp á smárétti og fagnað saman eftir mótið.

Skráning fer fram á eftirfarandi link:

Til þess að skrá barnið í mótið þarf að skrá sig inn á golfbox reikning barnsins.

< Fleiri fréttir