05/07/2015
Meistaramót GO hófst í morgun með því að ræstir voru út eldri karlar. Hér á myndinni til hliðar sjáum við þá Gústaf Jónsson, Dagbjart Björnsson og Hendrik Berndsen glaðbeitta á fyrsta teig. Það er sérstaklega ánægjulegt að metfjöldi kylfinga er skráður til leiks eða 273 talsins. Völlurinn skartar nú sínu fegursta og veðurspáin er góð út alla vikuna þannig að við eigum von á skemmtilegri keppni. Við óskum keppendum góðs gengis og gleðiríkra daga hér á Urriðavelli. Við minnum þá félaga sem ekki taka þátt í mótinu á vinavelli okkar auk þess sem GKG er með tilboð þessa meistaramótsviku á vallargjöldum hjá sér.