• 1. Object
  • 2. Object

4.1° - SSV 6.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

NÚ KOM SUMAR!

Á morgun opnum við Urriðavöll með opnunarmóti og í framhaldinu verður völlurinn opnaður almennt fyrir rástíma kylfinga.

Á vorfundi sem haldinn var á sumardaginn fyrsta voru væntingar meðal starfsfólks og stjórnar um að völlurinn yrði í góðu ástandi eftir mildan vetur. Stærstur hluti vallarins er sannarlega á frábærum stað en því miður hefur komið í ljós að hluti flata vallarins sérstaklega á seinni níu holunum hafa orðið illa úti, þar sem hluti grassins á þeim drapst yfir veturinn. Margar kenningar eru uppi um ástæðurnar, en við skulum láta okkur nægja að styðja við bakið á starfsfólkinu okkar, sem ár eftir ár hefur sýnt okkur að það ræður vel við að bæta völlinn.

Undanfarinn mánuð hefur starfsfólk vallarins, undir leiðsögn vallarstjóra, unnið hörðum höndum að því að koma grasvexti aftur af stað á þessum flötum. Því til stuðnings höfum við fjárfest í nýrri sáningarvél, sem áður hefur aðeins verið fengin í láni eða leigð. Unnið verður áfram að sáningu fram eftir sumri og má búast við einhverjum áhrifum á leik þegar sú vinna fer fram. Við látum það þó ekki rýra gleðina yfir því að hefja golfsumarið á okkar einstaka velli.

Í byrjun maí heimsóttu fulltrúar frá hönnunarteymi Robert Trent Jones II Urriðavatnsdali til að skoða svæðið þar sem fyrirhuguð stækkun fer fram. Þeir urðu djúpt snortnir af landslaginu þegar gengið var um svæðið í suðaustlægri rigningu og lýstu svæðinu sem “dreamscape“, eða draumaheimi. Stefnt er að því að ný hönnun á 27 holu svæði verði kynnt almenningi síðla sumars eða í haust. Að þeirri kynningu lokinni hefjast vonandi framkvæmdir, en þær verða á ábyrgð landeigandans, Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowreglunnar.

Kæru félagar, gleðilegt sumar.

Kári Sölmundarson

 

SMELLIÐ Á HLEKKINN HÉR TIL AÐ SJÁ INSTAGRAM SÍÐU GOLFVALLAR HÖNNUÐARINS

 

 ROBERT TRENT JONES II     

 

 

< Fleiri fréttir