• 1. Object
  • 2. Object

-6.2° - SSA 1.5 m/s

585 0050

Book Tee Times

Nýtt fyrirkomulag á bókunum

Frá og með 18. september ætlum við að stilla Urriðavelli upp sem tveimur 9 holu golfvöllum til að auka aðgengi að rástímum. Áfram verður að sjálfsögðu hægt að spila 18 holur en þá er nauðsynlegt að bóka sig á báða velli annars er ekki tryggt að hægt sé að spila nema 9 holur.

Hægt verður að bóka sig á 9 holur og þá bæði á 1. og 10. teig. Við munum opna rástímabókun frá klukkan 8:00 á 1. teig og frá 10:00 á 10. teig svo starfsmenn fái svigrúm til að sinna slætti og almennri vinnu. 10 mínútur verða á milli rástíma og þessi bókun verður virk klukkan 22:00 þriðjudaginn 12. september fyrir bókun þann 18. september.

Þar sem hætta er á næturfrosti á næstu vikum og þá lokunum á rástimum þá biðjum við kylfinga að fylgjast með stöðu mála á facebook síðu GO og við munum einnig senda út tilkynningar í gegnum golfbox ef rástímar falla niður. Almenna reglan er sú að ef frostalokun er í gangi þá falla þeir rástíma niður sem loka þarf.

Rástímaskráning mun líta þá svona út næstu vikur:

Fyrri 9 (Holur 1 – 9) 08:00 – 21:50. Þeir kylfingar sem bóka sig á þessum tíma og vilja spila 18 holur þurfa þá að bóka sig á rástíma á 10. teig c.a. 2 klst síðar til að tryggt sé að það gangi upp.  

Seinni 9 (Holur 10 – 18) 10:00 – 21:50. Þeir kylfingar sem bóka sig á þessum tíma og vilja spila 18 holur þurfa þá að bóka sig á rástíma á 1. teig c.a. 2 klst og 20 mínútum síðar til að tryggt sé að það gangi upp.

Athugið að þeir sem eiga rástíma hafa fullan forgang á sinn tíma, ef tafir eru á vellinum og kylfingar missa af sínum bókaða rástima fyrir seinni 9 eiga þeir ekki forgang á þann hluta vallarins sem eftir á að leika.    

Er það okkar von að þetta verði til þess að enn fleiri félagar geti notið þess að spila golf á Urriðavelli þessa haustdaga sem eftir eru af tímabilinu.

< Fleiri fréttir