• 1. Object
  • 2. Object

1° - ANA 1.9 m/s

585 0050

Book Tee Times

Opnunarmót GO 2022 – úrslit

Það var heldur betur gaman í dag á opnunarmóti GO og þrátt fyrir verulegan vind á köflum þá mátti greinilega sjá á andlitum keppenda ánægjubros þó skorið hafi ekki endilega gefið ástæðu til þess að brosa.

Alls hófu 130 kylfingar leik í dag og 126 skiluðu skori, keppt var í punktakeppni karla og kvenna ásamt því að veitt voru verðlaun fyrir besta skor.

Það fór vel á því í dag að besta skor karla og kvenna var það sama eða 80 högg og þar voru á ferðinni í kvennaflokki Hrafnhildur Guðjónsdóttir og í karlaflokki Óskar Bjarni Ingason.

Í punktakeppni í kvennaflokki bar sigur úr býtum Hulda Hallgrímsdóttir á 36 punktum, í öðru sæti varð Vilborg Stefánsdóttir á 35 punktum og í þriðja sæti varð Laufey Sigurðardóttir á 33 punktum þar sem skor á síðustu 6 holum ýttu henni í þriðja sætið fram fyrir Etnu Sigurðardóttur.

Í punktakeppni karla lék manna best Brjánn Árnason á 37 punktum, í öðru sæti endaði Jón Rúnar Ingimarsson og Jón Benediktsson fylgdi nafna sínum fast á eftir með 35 punkta í þriðja sæti.

Sigurvegarar í högg og punktakeppni fá 20,000 kr. inneign í Golfbúð GO, keppendur sem höfnuðu í 2. sæti í punktakeppni eiga 15.000 kr. inneign og 3. sætið gefur inneign að upphæð 10.000

Nándarverðlaun og verðlaun fyrir lengsta teighögg eru einnig inneign í golfbúð GO og þar eiga þeir sem sköruðu framúr 7500 kr. inneign.

Veitt voru nándarverðlaun á par þremur holum vallarins og féll það í skaut eftirfarandi keppenda.

4. hola Hulda Hallgrímsdóttir 3,73
8. hola Björg Þórarinsdóttir 1,50
13. hola Davíð Ingimarsson 2,68
15. hola Sigurður Sigurðsson 1,76

Lengsta teighögg kvenna átti svo Birgitta Maren Einarsdóttir á þriðju holu og lengsta teighögg karla á 14. holu átti Guðmundur Ingi Jónsson sem reyndar sló af fremsta teig en þar sem ekki var tilgreint að það væri ekki leyfilegt að ná nándarmælingum ef leikið er af fremri teigum þá stendur það að sjálfsögðu en við lærðum það að 14. brautin með þessum nýja teig getur ekki verið notuð nema allir séu á sama stað þar sem það munar góðum 100 metrum á teigunum.

Hulda sýndi vel að það er ekki nóg að vera bara með nándarmælingu á par 3, það verður að klára púttið með fugli.
< Fleiri fréttir