• 1. Object
  • 2. Object

10.3° - SV 4.8 m/s

585 0050

Book Tee Times

Staðan í Collab liðakeppni GO eftir 2 mót

Það mættu 34 lið með leikmenn og lið til leiks í 2. umferð Collab liðakeppni GO. Liðið Þorparar áttu virkilega flottan dag en leikfyrirkomulagið var betri bolti. Sindri Snær Rúnarsson og Þorsteinn Máni Óskarsson skiluðu 49 punktum í hús og tryggðu Þorpurum sigur. Í öðru sæti með 48 punkta voru Eðvarð Ingi Björgvinsson og Rafn Magnús Jónsson úr liðinu Hole in Westmann. Liðið Áttaviltir náðu svo þriðja sæti með 47 punkta og greinilegt að nafngiftin er ekki að trufla þá á vellinum og liðsmennirnir sem náðu þessum punktum í hús voru þeir Ragnar Zophonías Guðjónsson og Dofri Þórðarson.

Næsta mót er 23. júlí og þá verður leikin punktakeppni. 

úrslit úr móti 2 og staðan eftir 2 umferðir 2024
< Fleiri fréttir