• 1. Object
  • 2. Object

3° - SA 1.4 m/s

585 0050

Book Tee Times

Sumarstarf Oddskvenna – uppfærð dagskrá

Kvennanefndin þurfti að bregðast við aflýsingu á vorferðinni og hefur nú uppfært sumardagskrá sína. Það stefnir í flotta dagskrá og skemmtilegt að sjá að í stað vorferðar kemur spennandi sólstöðuferð á Flúðir um miðjan júní. Endilega kynnið ykkar þessa dagskrá og vert að minna á að konum í Ljúflingsaðild er að sjálfsögðu velkomið að taka þátt viðburðum í kvennastarfi GO.

Spiladagar í mótaröð kvenna – hvernig virkar það ?
Eins og sjá má í dagskránni hér fyrir neðan er gert ráð fyrir fjórum kvennamótum í sumar sem hvert og eitt spannar c.a. vikutímabil. Mótið er hugsað þannig að konur geta spilað á sínum rástímum, geta spilað alla dagana ef þær eiga tíma og hafa val um að skila inn besta skorkortinu sínu frá þeirri viku. Þið biðjið bara meðspilara að vera ritara og spilið að sjálfsögðu eftir golfreglunum. Skorkorti vikunnar er svo skilað í Mótaraða-kassa í afgreiðslunni. Tvö bestu skorin (úr tveimur spilavikum – eða “aukadeginum) gilda síðan í mótinu. Verðlaun verða veitt bæði fyrir besta skor án forgjafar (fjöldi högga) og punktakeppni með forgjöf. Nánari upplýsingar er að finna á auglýsingatöflunni í skála.

Vinkvennamót GO og GK
Um er að ræða tveggja daga mót þar sem fyrst er leikið á Hvaleyrarvelli hjá Keili þann 10. júní og svo daginn eftir 11. júní á Urriðavelli. Gert er ráð fyrir að leikmenn eigi sama rástíma á báðum völlum. Skráning verður í mótið á mótasíðu GK á golfbox. Mótsgjald er 3000 kr. á hvorum velli, glæsilegt lokahóf verður svo að loknum seinni keppnisdegi í golfskálanum á Urriðavelli þar sem Lux veitingar töfra fram veislu fyrir keppendur sem vilja taka þátt í því en rukkaðar eru 3500 kr. fyrir mat í lokahófi.


Matseðill (hlaðborð)
Grillað kjúklingalæri og pönnusteiktur þorskur.
Kremað bankabygg með kryddjurtum, hunangs bakaðar gulrætur,
grillað zucchini, kimchi og súrmjólk,
grillaða kartöflu salat,
gróft sinnep og grænkál ásamt hollandais & hvítvínssósu.

Verð fyrir hlaðborðið er 3.500 kr. sem greiða þarf í veitingasölu á Urriðavelli.

31.5-7.6                  Spiladagar í mótaröð – skila má einum hring

10. júní                   Vinkvennamót GO og GK á Hvaleyrarvelli

                                  Tveggja daga mót

11. júní                   Vinkvennamót GO og GK á Urriðavelli.

                                  Lokahóf og verðlaunaafhending

                                  Hring má einnig skila í mótaröð Oddskvenna

22. júní                   Sólstöðuferð á Flúðir

12.7-18.7                Spiladagar í mótaröð – skila má einum hring

9.8-15.8                  Spiladagar í mótaröð – skila má einum hring

12. ágúst                Ljúflingsmót – gleði og glaumur

6.9-12.9                  Spiladagar í mótaröð – skila má einum hring

18. sept.                 Lokahóf og uppskeruhátíð

Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar

FUGLAR og ERNIR söfnunin í kassann í anddyrinu. Reglulega eru dregnar út FUGLAPRINSESSUR og FUGLADROTTNING er dregin út á lokahófinu í september.

Fylgstu með okkur á Facebook: Konur í golfklúbbnum Oddi

< Fleiri fréttir