• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Takmarkað aðgengi að golfsvæði GO 3.-9 júlí

Ágætu félagsmenn GO, 
 

Eins og félagsmenn hafa ekki farið varhluta af mun Evrópumót stúlknalandsliða fara fram hjá okkur á Urriðavelli nú fyrstu vikuna í júlí, nánar tiltekið 3. – 9. júlí. Á meðan á mótinu stendur verður Urriðavöllur alfarið lokaður og önnur svæði okkar takmarkað opin eins og hægt er að skoða hér fyrir neðan. 

Urriðavöllur – alfarið lokaður frá 3. – 9. júlí
Ljúflingur – opinn frá 8:00 – 22:00
Æfingasvæðið Lærlingur – lokað frá 06:00 – 18:00 – opið frá 18:00 – 22:00 
Pútt og vippflatir – alfarið lokaðar frá 3. – 9. júlí

Til að félagsmenn komist í golf á þessum tíma höfum við samið við Golfklúbb Brautarholts og Golfklúbb Vatnsleysustrandar um að taka við okkar félagsmönnum í þessari viku. Munu okkar félagsmenn geta skráð sig á rástíma þar án endurgjalds frá og með sunnudeginum 3. júlí til og með laugardeginum 9. júlí.
Bókanir fara eftir reglum beggja klúbba en Kálfatjarnarvöllur á Vatnsleysu er með 3ja daga fyrirvara og Brautarholt með 5 daga fyrirvara.

Á meðan á mótinu stendur er einnig 50% afsláttur á vallargjöldum fyrir okkar félagsmenn skv. reglum GSÍ hjá öllum golfklúbbum innan vébanda Golfsambandsins. 

Við viljum svo að sjálfsögðu minna einnig á okkar vinavelli og gefst nú tækifæri á að spila þá og lækka forgjöfina fyrir meistaramótið sem verður í vikunni þar á eftir.   Vonum við að allir þeir félagsmenn sem ekki starfa við mótið eða vilja koma og sjá bestu stúlkur Evrópu spila nái að seðja golfhungrið þessa viku.

* vinavallargjald gildir einungis ef bókað er á golfbox á eigin vegum, ef um er að ræða forbókun eða hópabókun gildir verð golfklúbbs ef þeir hafa sérreglur þar um. 

< Fleiri fréttir