• 1. Object
  • 2. Object

1° - N 7 m/sek

585 0050

Tryggvi vallarstjóri – heiðraður á tímamótum.

Tryggvi Ölver Gunnarsson vallarstjóri fagnaði í vor 20 ára starfsafmæli sínu hjá okkur í Golfklúbbnum Oddi.  Eftir að hafa menntað sig í golfvallarfræðum í Skotlandi starfaði hann á golfvelli í Austurríki áður en hann kom til okkar árið 2000.   Það má með sanni segja að það hafi verið mikil gæfa fyrir ungan golfklúbb að fá Tryggva til starfa.

Má segja að hann hafi ásamt öðrum vallarstarfsmönnum gert völlinn að glæsilegasta velli landsins að okkar mati.  Ávallt hefur fagmennska og snyrtimennska verið í fyrirrúmi hjá Tryggva og aldrei tjaldað til einnar nætur þegar kemur að umhirðu og framkvæmdum á vellinum. 

Við þökkum Tryggva kærlega fyrir hans framlag en ekki síst þökkum við eiginkonu og börnum Tryggva sem hafa þurft að þola ókristilegan vinnutíma hans, sérstaklega yfir sumartímann þegar annað fólk er í fríi.

Við í Golfklúbbnum Oddi vonumst til að njóta starfskrafta Tryggva um ókomin ár um leið og við óskum honum til hamingju með tímamótin. 

Kári Sölmundarson formaður GO færði Tryggva af þessu tilefni örlítinn glaðning í léttu vöfflukaffi starfsmanna rétt fyrir jólin.

< Fleiri fréttir