
20/10/2025
Golfvöllum Golfklúbbsins Odds hefur verið lokað fyrir veturinn eftir ágætis sumarvertíð. Við hófum leik 17. maí í nokkuð óvenjulegu ástandi þar sem vallaraðstæður voru nokkuð frá því sem við almennt eigum að venjast á flötum vallarins en mikil og góð vinna Tryggva vallarstjóra og hans starfsfólks bar mikinn árangur og við erum bjartsýn á að flatirnir taki fljótt við sér næsta sumar.
Stjórn og starfsfólk vill þakka félagsmönnum, samstarfsaðilum og gestum sumarsins innilega fyrir tímabilið. Sjáumst hress á nýju ári og vonandi færum við góðar fréttir af stækkunarmálum á árinu eða snemma á því næsta.
Áfram GO