• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Úrslit úr Honda Classic – mótinu á Eimskipsmótaröðinni

Hingað á Urriðavöll komu margir af landsins bestu kylfingum um nýliðna helgi þar keppt var á Honda Classic-mót­inu á Eim­skips­mótaröðinni í golfi. Axel Bóas­son og Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir, bæði úr Golf­kúbbn­um Keili, sigruðu á mótinu en um var að ræða annað mót keppn­is­tíma­bils­ins 2017-18. Veðrið lék ekki við keppendur þessa keppnisdaga og úr varð að umferð tvö var aflýst og léku keppendur því einungis tvo keppnishringi. 

Axel lék hring­ina tvo þrem­ur högg­um bet­ur en Andri Þór Björns­son úr GR. Axel, sem er nú­ver­andi Íslands­meist­ari, lék á 5 högg­um yfir pari sam­tals við erfiðar aðstæður á tveim­ur keppn­is­hringj­um á Urriðavelli. Andri Þór gerði harða at­lögu að efsta sæt­inu á loka­hringn­um en Axel stóðst álagið og landaði nokkuð ör­ugg­um sigri.

Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir úr Keili sigraði á öðru móti sínu í röð á Eim­skips­mótaröðinni í golfi á yf­ir­stand­andi keppn­is­tíma­bili. Auk sig­urs­ins í dag vann Guðrún Brá einnig Bose-mótið á Jaðarsvelli sem fram fór á Ak­ur­eyri fyr­ir tveim­ur vik­um.

Við í Golfklúbbnum Oddi áttum keppenda í kvennaflokki þar sem Hrafnhildur Guðjónsdóttir lék undir merkjum GO og stóð hún sig vel og hafnaði í 6-7. sæti. 

Lokastaða efstu kylf­inga í kvenna­flokki:

1. Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir, GK (76-75) 151 högg +9
2. Saga Trausta­dótt­ir, GR (82-76) 158 högg +16
3. Anna Sól­veig Snorra­dótt­ir, GK (79 -81) 160 högg +18
4. Hulda Cl­ara Gests­dótt­ir, GKG (84- 78) 162 högg +20
5. Berg­lind Björns­dótt­ir, GR (84-85) 169 högg +27
6.-7. Andrea Ýr Ásmunds­dótt­ir, GA (85-88) 173 högg +31
6.-7. Hrafn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir, GO (85-88) 173 +31

Lokastaða efstu kylf­inga í karla­flokki:

1. Axel Bóas­son, GK (74-73) 147 högg +5
2. Andri Þór Björns­son, GR (79-71) 150 högg +8
3. Tumi Hrafn Kúld, GA (74-78) 152 högg +10
4. Ólaf­ur Björn Lofts­son, GKG (79-75) 154 högg +12
5. Vik­ar Jónas­son, GK (79-76) 155 högg +13
6. Böðvar Bragi Páls­son, GR (83-73) 156 högg +14
7. Andri Már Óskars­son, GHR (79-78) 157 högg +15
8. Há­kon Harðar­son, GR (85- 75) 160 högg +18
9. Henn­ing Darri Þórðar­son, GK (84-78) 162 högg +20
10. Hauk­ur Már Ólafs­son, GKG (82-83) 165 högg +23

Við þökkum keppendum fyrir komuna og öðrum sem okkur heimsóttu á meðan á mótinu stóð. Sjálfboðaliðar fá einnig þakkir fyrir unnin störf og við vonandi getum tekið á móti okkar bestu kylfingum síðar svo þeir fái að kljást við völlinn við kjöraðstæður. 

 

Axel Bóasson, slær upphafshögg af 3. teig

Guðrún Brá reynir við fugl á 8. braut

Hrafnhildur Guðjónsdóttir fagnar lokapútti sínu í mótinu.

< Fleiri fréttir