• 1. Object
  • 2. Object

0° - 0 m/sek

585 0050

Vel sóttur fundur um stækkun útivistarsvæðisins í Urriðavatnsdölum.

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa hélt opinn fund á Urriðavelli þar sem þar sem kynnt voru áform um frekari uppbyggingu útivistarsvæðisins í Urriðavatnsdölum í Heiðmörk, en sjóðurinn er eigandi landsins.  Um 100 manns voru á fundinum, m.a. kjörnir fulltrúar Garðabæjar og bæjarstjórinn Gunnar Einarsson. Garðbæingar voru hvattir til að mæta. Hugmyndir landeiganda og Golfklúbbsins Odds ganga út á að opna betur aðgengi almennings að svæðinu með uppbyggingu á stígum fyrir gangandi, hjólandi og hestafólk, ásamt því að stækka núverandi golfvallarsvæði. 

Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að skipulagi svæðisins í nánu samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Alta og Edwin Roald golfvallarhönnuð. Þær skipulagstillögur sem kynntar voru og lagðar hafa verið fram voru vel unnar og var álits leitað víða, m.a. til Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar ásamt því að fleiri aðilar hafa komið að verkefninu. 

Vel var tekið í tillögur að uppbyggingu svæðisins sem útivistarsvæðis og greinilegur samhljómur með Garðabæ og landeigendum með þeim tillögum. Aðilar vilja friða hraunið sem fólkvang og hugmyndir Styrktar og líknarsjóðs og Golfklúbbsins Odds sýna að fullur hugur er á að vinna verkið í fullu samráði við alla aðila til að gera svæðið aðgengilegt og opið öllum.  

Í nýlega birtum drögum að aðalskipulagi Garðabæjar má sjá að að ekki hefur verið tekið tillit til skipulagstillagna Styrktar-og líknarsjóðs um útivistarsvæðið.

Íbúum Garðabæjar og öðrum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst nú kostur á að senda inn athugasemdir við aðalskipulagið til 19. júní.

< Fleiri fréttir